Flutningaþjónusta
Við bjóðum upp á flutningaþjónustu á sanngjörnu verði. Endilega hafið samband og við leysum úr þessu saman.
-
Sendibíll með bílstjóra sem aðstoðar
11.995 kr á klst. + VSK
Lágmarksgjald er 1 klst.
-
Auka burðarmaður til viðbótar
9.450 kr á klst. + VSK
Lágmarksgjald er 1 klst.
-
*Ekkert kílómetragjald innan höfuðborgarsvæðisins.
*250kr kílómetragjald leggst á utan höfuðborgarsvæðisins.
*Tímagjald er rukkað frá því að lagt er af stað í verkefni og þar til þeim er lokið.
Algengar Spurningar
Útvegið þið kassa?
Já. Við höldum úti kassaleigunni Boxrental.is þar sem hægt er að leigja sterka flutningskassa úr plasti. Við keyrum þá upp að dyrum og sækjum svo að flutningum loknum.
Við getum einnig útvegað pappakassa, sé þess óskað.
Getið þið pakkað fyrir mig?
Já. Við getum pakkað fyrir þig bæði í og úr kössum. Hafðu samband í tölvupósti eða í síma 517 3030 og við finnum lausn.
Útvegið þið pökkunarefni?
Já. Við getum útvegað alls kyns pökkunarefni, sé þess óskað. Til dæmis:
Bóluplast
Bylgjupappír
Strekkifilmu
Fylliefni
Athugið að greitt er fyrir pökkunarefni sérstaklega.
Get ég fengið tilboð í flutninga?
Við vinnum yfirleitt samkvæmt tímagjaldi en ef flutningar eru sérlega umfangsmiklir eða sérstakir að öðru leyti er sjálfsagt mál að hafa samband við okkur og óska eftir tilboði.