Um okkur

Sprettur flutningar hófu starfsemi sína snemma árs árið 2025, þá undir vörumerkinu Boxrental. Spretts teymið tók við rekstri á Boxrental kassaleigunni og hóf fljótlega að bjóða einnig upp á flutningaþjónustu. 

Við vitum að flutningar geta verið streituvaldandi og flókið ferli og þess vegna er það okkar yfirlýsta markmið að einfalda flutninga eins og við getum fyrir fólk og fyrirtæki í landinu. 

Við viljum brjóta staðalímyndina um brúnaþunga sendibílstjórann og ábyrgjumst að allt okkar starfsfólk sýni af sér þokka, hlýlegt viðmót og ríka þjónustulund með bros á vör. Við lítum á fjölbreyttar þarfir ólíkra viðskiptavina sem spennandi verkefni fyrir okkur að leysa.

Endilega hafið samband í síma 517 3030 eða sendið okkur tölvupóst á netfangið boxrental@boxrental.is